Fréttir

Verðeftirlit með lyfjasölum dýralækna - Lyfjaverð yfir leyfilegu hámarksverði

9.2.2011

Dagana 15. og 16. desember sl. fór Lyfjastofnun í verðeftirlit hjá lyfjasölum dýralækna á Norðurlandi. Farið var í fimm lyfjasölur dýralækna á svæðinu og kannað hvort að lyf hafi verið seld yfir hámarksverði í nóvember sl. Reikningar voru bornir saman við samþykkt hámarksverð lyfjagreiðslunefndar. Í ljós kom að í fjórum af fimm lyfjasölum dýralækna höfðu lyf verið seld á verði sem var hærra en leyfilegt hámarksverð.

Fyrr á árinu 2010 hafði Lyfjastofnun farið í verðeftirlit í fimm lyfjasölur dýralækna á höfuðborgarsvæðinu (frétt), þar sem fjórir dýralæknar af fimm seldu lyf yfir hámarksverði. Þær lyfjasölur sem selt höfðu lyf yfir hámarksverði voru aftur heimsóttar í desember og kannað hvort að lyf væru enn seld yfir hámarksverði. Einn dýralæknir hafði ekki brugðist við athugasemdum Lyfjastofnunar og hafði samkvæmt reikningum aftur selt lyf yfir hámarksverði.

Lyfjastofnun áréttar að óheimilt er að selja lyf á hærri verði en tilgreint er í gildandi lyfjaverðskrá þegar salan á sér stað.Til baka Senda grein