Fréttir

Upplýsingar til dýralækna

Vefur Lyfjastofnunar Evrópu

10.2.2011

Mörg dýralyf fá svokallað miðlægt markaðsleyfi og þá er það dýralyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CVMP) sem hefur metið skráningarumsóknina. Á vef Lyfjastofnunar Evrópu er að finna margvíslegar upplýsingar um þessi lyf, auk margs annars er varðað getur dýralækna og störf þeirra (sjá vef EMA).

Má þar m.a. nefna matsgerðir um leyfilegt hámark lyfjaleifa, (European Public MRL Assessment Report - EPMAR), sýklalyf og ónæmi gegn þeim, auk frétta af því helsta sem er á döfinni hverju sinniTil baka Senda grein