Fréttir

Upplýsingar til dýralækna

Áætlun um ráðstafanir gegn ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum

23.2.2011

Dýralyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu birti í sl. mánuði drög að nýjustu áætlun sinni um hvernig unnið verði gegn ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum. Áætlunin nær til tímabilsins 2011-2015. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að virk sýklalyf handa dýrum verði fáanleg, samtímis því sem áhætta þeim tengd fyrir dýr og menn verði í lágmarki. Grundvöllur þess er skynsamleg notkun sýklalyfja handa dýrum.

Senda má umsögn um drögin til Lyfjastofnunar Evrópu en umsagnarfrestur rennur út 31. mars 2011. Sjá frétt EMA 10. janúar 2011

Í þeim tilgangi að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja eru m.a. sett ákvæði í samantekt um eiginleika lyfs (SmPC), t.d. um takmörkun á notkun eða krafa um að tiltekin skilyrði séu uppfyllt. Fluorokinolonar eru dæmi um slíkt sbr. frétt Lyfjastofnunar 7. júlí 2009.Til baka Senda grein