Fréttir

Nýtt frá CHMP - febrúar 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 14.-17. febrúar sl.

23.2.2011

Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn er m.a. greint frá því að nefndin hafi yfirfarið gögn frá Finnlandi vegna hugsanlegra tengsla drómasýkistilfella í Finnlandi Svíþjóð og bólusetningar með Pandemrix, bóluefni við H1N1 inflúensu. Ályktun nefndarinnar var þess efnis að ástæða væri til frekari rannsókna en að svo stöddu lægju ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir sem tengdu með óyggjandi hætti drómasýkistilfellin við bóluefnið.

Nefndin mælti með að gefin verði út markaðsleyfi fyrir nýjum lyfjum:

  • Immónúglóbúlíni til notkunar við skorti á því hjá fullorðnum og börnum og hjá sjúklingum með myeloma eða chronic lymphatic leukaemia.
  • Methýlthíonínklóríði ætluðu til meðhöndlunar á bráða methaemoglobinaemia af völdum lyfja eða efna.
  • Samsett lyf með aliskiren og amlodipine til notkunar við háþrýstingi hjá fullorðnum.

Nefndin hefur hafið rannsókn á lyfjum sem innihalda buflomedil og hugsanlegra eiturverkana þeirra á hjarta og taugakerfi og einnig lyfja sem innihalda pholcodine vegna ofnæmisviðbragða hjá sjúklingum sem í kjölfar meðferðar hafa fengið vöðvaslakandi lyf (NMBA) sem notuð eru í svæfingum.

Sjá nánar fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein