Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. mars 2011.

3.3.2011

Ný lyf

Anastrozol Actavis filmuhúðuð tafla, 1 mg. Anastrozol tilheyrir hópi lyfja sem nefnast arómatasahemlar. Lyfið er notað til meðferðar við brjóstakrabbameini hjá konum eftir tíðahvörf. Það er lyfseðilsskylt.

Risedronat Actavis og Risedronat sodium Portfarma filmuhúðuð tafla, 35 mg. Risedrónat er s.k. bisfosfónat. Það er notað við beinþynningu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ný samhliða innflutt lyf

Amoxicillin Mylan (DAC) hylki, hart, 500 mg

Folic Acid (DAC) tafla, 5 mg

Myfenax (Lyfis) hylki, hart, 250 mg og filmuhúðuð tafla 500 mg

Nýir styrkleikar

Abilify (DAC) tafla, 15 mg

Ritalin Uno hylki með breyttan losunarhraða, hart, 10 mg

Vagifem skeiðartafla, 10 míkróg

Nýtt dýralyf

Rhiniseng stungulyf, dreifa. Lyfið er bóluefni gegn bakteríunum Bordetella bronchiseptica og Pasteurella multocida. Það er ætlað til aðfenginnar (passive) verndar hjá grísum með broddmjólk eftir virka ónæmingu hjá gyltum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein