Fréttir

Lyfjastofnun bannar fullyrðingu Artasan ehf. um Nicotinell lausasölulyf á heimasíðu

Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með lyfjaauglýsingum og sjá til þess að kynning og dreifing lyfja sé í samræmi við gildandi lög og reglur, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.

4.3.2011

Á heimasíðunni sem tileinkuð er Nicotinell lyfjum var að finna fullyrðingu sem gaf til kynna að Nicotinell lausasölulyf tvöfaldaði möguleika á því að hætta að reykja. Niðurstaða Lyfjastofnunar er sú að fullyrðingin sé í ósamræmi við samantekt um eiginleika lyfsins. Samkvæmt gögnum málsins lá einnig fyrir að fyrirtækið notaði hér sambærilegt orðalag og stofnunin hefur áður bannað fyrirtækinu að nota í lyfjaauglýsingu.

Í niðurstöðu stofnunarinnar kemur fram að eftirfarandi fullyrðing á heimasíðunni ,,Með því að nota nikótínlyf getur þú tvöfaldað möguleika þína á að hætta að reykja“ hafi brotið gegn 3. mgr. 16. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 1. og 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 328/1995.

Fyrirtækið hefur að kröfu Lyfjastofnunar fjarlægt umrædda fullyrðingu af heimasíðunni.Til baka Senda grein