Fréttir

Til dýralækna - lyfjagát dýralyfja

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) birti 1. mars sl. 8. yfirlit um lyfjagát dýralyfja, sem spannar árið 2010. Einkum er fjallað um miðlægt skráð lyf.

10.3.2011

Tilkynningar um aukaverkanir dýralyfja geta leitt til breytinga á samantekt um eiginleika lyfjanna (SmPC), en í þeim koma m.a. fram upplýsingar sem eru nauðsynlegar til réttrar og öruggrar notkunar lyfjanna. SmPC eftirtalinna miðlægt skráðra lyfja, sem öll eru markaðssett á Íslandi, breyttust á árinu 2010, í tengslum við mat á samantektarskýrslum um öryggi dýralyfja (PSUR):

Cerenia

Ingelvac Circoflex

Profender

Convenia

Improvac

Advocate.

Í þessu 8. yfirliti er einnig fjallað um lyf sem ekki er markaðssett á Íslandi, Vectin, og efni sem falla undir löggjöf um eiturefni og hættuleg efni, T-61.

Tilkynningum um aukaverkanir af völdum dýralyfja fer fjölgandi innan EES, sem m.a. endurspeglar aukna þekkingu á mikilvægi þess að aukaverkanir séu tilkynntar og nauðsynlegar upplýsingar séu aðgengilegar dýralæknum og dýraeigendum.

SmPC allra dýralyfja sem eru markaðssett á Íslandi eru birt á www.serlyfjaskra.is.

Þess má geta að á árinu 2010 barst Lyfjastofnun engin tilkynning um aukaverkun frá dýralæknum hér á landi.Til baka Senda grein