Fréttir

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru

Velferðarráðuneytið kvað nýlega upp úrskurð vegna tveggja stjórnsýslukæra um þá ákvörðun Lyfjastofnunar að óheimilt sé að færa lyfjaútibú niður um flokk í fjarveru lyfjafræðings.

11.3.2011

Í tveimur úrskurðum voru teknar fyrir stjórnsýslukærur þar sem Lyfjastofnun hafði hafnað að lyfjaútibú í flokki 1 yrðu rekin sem lyfjaútibú í flokki 2 í fjarveru lyfjafræðings – bæði á Höfn í Hornafirði og Laugarási í Biskupstungum.

Í samræmi við niðurstöðu ráðuneytisins hefur Lyfjastofnun fallist á að lyfjaútibú í flokki 1 geti fengið leyfi fyrir rekstri sem lyfjaútibú í flokki 2 að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum.

Úrdráttur úr úrskurðinum er birtur á www.rettarheimild.isTil baka Senda grein