Fréttir

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru

Velferðarráðuneytið kvað nýlega upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru um þá ákvörðun Lyfjastofnunar að óheimilt sé að lyfjaútibú í flokki 2 þjónusti lyfjaútibú í flokki 3.

14.3.2011

Í úrskurðinum er staðfest að óheimilt sé að lyfjaútibú í flokki 2 á Dalvík þjónusti lyfjaútibú í flokki 3 á Ólafsfirði. Umrædd þjónusta eigi að fara fram frá viðkomandi lyfjabúð á Akureyri. Lyfjastofnun hefur sent bréf til viðkomandi lyfsöluleyfishafa og greint frá því að stofnunin geri ráð fyrir því að framkvæmd sé í samræmi við úrskurð ráðuneytisins.

Úrdráttur úr úrskurðuinum er birtur á http://www.rettarheimild.is/.Til baka Senda grein