Fréttir

Nitromex tungurótartöflur af markaði - Nitroglycerin DAK tungurótartöflur verða markaðssettar

Gert er ráð fyrir að Nitroglycerin DAK tungurótartöflur verði fáanlegar í síðasta lagi 1. maí nk.

18.3.2011

Nitromex tungurótartöflur hafa verið framleiddar hjá fyrirtækinu Inpac A/S í Noregi en það fyrirtæki hefur ákveðið að hætta framleiðslunni. Gert er ráð fyrir að birgðir af Nitromex endist fram eftir vori.

Lyfjastofnun hefur gefið út markaðsleyfi fyrir Nitroglycerin DAK tungurótartöflum sem innihalda sama virkt innihaldsefni og Nitromex.

Nitroglycerin DAK verður til sem:

0,25 mg 25 stk.

0,25 mg 100 stk.

0,5 mg 25 stk.

0,5 mg 100 stk.Til baka Senda grein