Fréttir

EU Clinical Trial register vefsvæðið opnað

22.3.2011

EU Clinical Trial register vefsvæðið opnað

Lyfjastofnun Evrópu opnar vefsvæðið „EU clinical trial register“ (https://www.clinicaltrialsregister.eu/) í dag, 22. mars. Þessi skrá á netinu veitir almenningi í fyrsta skipti aðgang að upplýsingum um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum sem hafa fengið samþykki í einhverjum af 27 Evrópusambandslöndunum, Íslandi, Liechtenstein eða Noregi. Þessi skrá gerir almenningi einnig kleift að afla upplýsinga um klínískar lyfjarannsóknir sem veitt hefur verið leyfi fyrir utan Evrópusambandsins ef þessar rannsóknir eru hluti af „Paediatric Investigation Plan“ (PIP). Upplýsingarnar sem eru í skránni eru fengnar frá EudraCT gagnagrunninum.

1.   Skrána „EU clinical trial register“ má finna á slóðinni: https://www.clinicaltrialsregister.eu/

2.     Skráin er hluti af EudraPharm vefsvæðinu (upplýsingagrunnur fyrir notkun á öllum manna- og dýralyfjum sem hafa markaðsleyfi í Evrópusambandinu (ESB) eða á Evrópska efnahagssvæðinu (EES)). Frekari upplýsingar um EudraPharm má finna á slóðinni: http://eudrapharm.eu/eudrapharm

3.     Upplýsingarnar sem eru í skránni eru fengnar frá EudraCT gagnagrunninum. Frekari upplýsingar um EudraCT má finna á slóðinni: https://eudract.ema.europa.eu/

4.     Aðildarríkin eru ábyrg fyrir samþykki umsókna um klínískar lyfjarannsóknir. Frekari upplýsingar má finna á slóðinni: http://ec.europa.eu/health/human-use/clinical-trials/index_en.htm

5.     Frekari upplýsingar um Lyfjastofnun Evrópu má finna á heimasíðunni: www.ema.europa.eu

Sjá fréttatilkynninguna í heild sinni á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu:

http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl=/pages/home/Home_Page.jsp

 Til baka Senda grein