Fréttir

Nýtt frá CHMP - mars 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 14.-17. mars sl.

23.3.2011

Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn er m.a. greint frá því að nefndin mælti með að gefin verði út markaðsleyfi fyrir ný lyf:

  • apixaban ætlað til að fyrirbyggja blóðtappamyndun eftir ísetningu gerviliða í hné og mjaðmir.
  • bromfenac ætlað sem bólgueyðandi lyf eftir brottnám augasteins (cataract extraction) hjá fullorðnum.
  • nomegestrol acetate/estradiol hormón til getnaðarvarna

Sjá nánar fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein