Fréttir

Framleiðslu Pulmicort innúðalyfs, dreifu hætt

30.3.2011

AstraZeneca hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Pulmicort innúðalyfi, dreifu (budesonid 100 og 200 míkróg/sk.) vegna erfiðleika við framleiðslu.

Gert er ráð fyrir að birgðir Pulmicort 100 míkróg/sk. endist fram á haust en birgðir Pulmicort 200 míkróg/sk. eru sem næst á þrotum.

Pulmicort Turbuhaler innöndunarduft og Pulmicort dreifa fyrir eimgjafa verða áfram fáanleg.

Markaðsleyfishafi hefur sent læknum og lyfsölum bréf til upplýsinga.Til baka Senda grein