Fréttir

Birting ATC-flokkunarkerfis á vef Lyfjastofnunar

1.4.2011

Í frétt á heimasíðu Lyfjastofnunar 3. febrúar sl. er greint frá því að Lyfjastofnun vinni að breytingum á birtingu ATC-flokkunarkerfisins á heimasíðu stofnunarinnar og að þeim loknum muni ATC-flokkunarkerfið verða birt í heild sinni á heimasíðunni.

Hingað til hefur Lyfjastofnun einungis birt ATC-flokka sem tengjast lyfjum sem eru með íslenskt markaðsleyfi og markaðssett hér á landi. Nú hefur Lyfjastofnun ákveðið að birta ATC-flokkunarkerfið í heild sinni.

Meðan á þessari vinnu stendur og notendum til hagræðis verður hluti upplýsinga á ensku.Til baka Senda grein