Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. apríl 2011.

4.4.2011

Ný lyf

Flumazenil B. Braun stungulyf, lausn, 0,1 mg/ml. Flúmazeníl er mótefni til að vinna gegn slævandi áhrifum benzódíazepína (sértækur hópur lyfja sem hafa eiginleika er auðvelda svefn, slaka á vöðvum og vinna gegn kvíða) í miðtaugakerfinu. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.

Gentamicin B. Braun innrennslislyf, lausn, 1 mg/ml og 3 mg/ml. Gentamícín er sýklalyf. Það er notað við alvarlegum sýkingum af völdum baktería sem eru næmar fyrir gentamícíni þegar sýklalyf með minni eiturverkanir eru ekki virk. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.

Letromal filmuhúðuð tafla, 2,5 mg. Virka efnið í Letromal er letrózól. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast arómatasa-hemlar. Lyfið er notað í meðferð við brjóstakrabbameini. Það er lyfseðilsskylt.

Lutinus skeiðartafla, 100 mg. Lutinus inniheldur náttúrulegt kvenhormón sem kallast prógesterón. Lyfið er ætlað konum sem þurfa viðbótar prógesterón í frjósemismeðferð (tæknifrjóvgun). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum með þekkingu á frjósemisvandamálum.

Revolade filmuhúðuð tafla, 25 mg. Revolade inniheldur virka efnið eltrombopag og tilheyrir flokki lyfja sem kallast trombópóietínviðtakaörvar. Það er notað til að meðhöndla blæðingasjúkdóm sem kallast blóðflagnafæð af óþekktum orsökum (ITP). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Temomedac hylki, hart, 100 mg og 250 mg. Virka efnið er temózólómíð. Lyfið er notað til meðferðar á sjúklingum með tilteknar gerðir af heilaæxlum. Ávísun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í krabbameinslækningum mega ávísa því.

Zarzio stungulyf/innrennslislyf, lausn, 30 millj. ein. og 48 millj. ein. Zarzio inniheldur virka efnið filgrastim. Það tilheyrir þeim flokki prótína sem nefnast cýtókín og er mjög áþekkt hvítkornavaxtarþætti (G-CSF) sem mannslíkaminn framleiðir. Fílgrastim örvar beinmerginn til aukinnar framleiðslu á hvítum blóðkornum. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum mega ávísa því.

Nýtt samhliða innflutt lyf

Nimvastid (Lyfis) hylki, hart, 1,5 mg, 3 mg, 4,5 mg og 6 mg.

Ný lyfjaform

Duraphat tannpasta, 5 mg/g.

Xolair stungulyf, lausn, 150 mg.

Nýir styrkleikar

Menopur stungulyfsstofn og leysir, 600 a.e. og 1200 a.e.

Omnipaque stungulyf, lausn, 140 mg J/ml.

Taxotere innrennslisþykkni, lausn, 160 mg/hgl.

Nýtt dýralyf

Prid alpha skeiðarinnlegg, 1,55 g. Virka efnið heitir prógesterón. Lyfið er notað til að hafa stjórn á gangmálum hjá kúm og kvígum. Eingöngu dýralæknar mega gefa lyfið.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein