Fréttir

Betri leit á serlyfjaskrá.is

Nú hafa leitarmöguleikar í Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá (www.serlyfjaskra.is) verið bættir umtalsvert.

12.4.2011

Leitarmöguleikar í Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá (www.serlyfjaskra.is) hafa verið bættir umtalsvert. Helstu breytingar felast í því að:

  • nú er hægt að leita eftir fleiri efnisflokkum en áður
  • „auto-complete“ virkni hefur verið betrumbætt þannig að hún virkar einnig á virkt innihaldsefni lyfs
  • Google „site search“ leit hefur verið bætt við á síðuna
  • leit eftir dýralyfjum hefur einnig verið bætt til muna

Vandamál sem stundum voru fylgjandi því að leita að lyfjum eftir virku innihaldsefni ættu því að heyra sögunni til, því þegar byrjað er að slá inn virka efnið þá birtast sjálfkrafa allir innihaldsefnamöguleikar sem eru skráðir í kerfið. Eins er tilgreint í leitarglugga hvort um sé að ræða innihaldsefni eða lyf.

Aðgreining manna- og dýralyfjavals orðin skýrari. Sett hefur verið upp sérstök Google leitarvél einungis fyrir sérlyfjaskrá og þá má sjá betur í hvaða samhengi leitarorðið stendur í lyfjatextum.Til baka Senda grein