Fréttir

Nýtt frá CHMP - apríl 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 11.-14. apríl sl.

19.4.2011

Meðal þess sem fjallað var um á fundinum voru bráðabirgðaráðstafanir vegna hugsanlegra tengsla drómasýki við Pandemrix bóluefni við inflúensu af stofni H1N1.

Nefndin leggur til að í samantekt um eiginleika lyfsins (SmPC) verði bætt niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum við notkun lyfsins og drómasýkitilfellum hjá börnum og unglingum.

Samþykkt var að mæla með veitingu markaðsleyfa fyrir tvö ný lyf:

  • Exenatide ætlað til meðferðar á sykursýki af gerð 2 hjá fullorðnum.
  • Belatacept ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar við líffærishöfnun hjá sjúklingum eftir nýrnaígræðslu.

Sjá fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein