Fréttir

Valpress Comp - Tímabundið í norskum umbúðum - Annað heiti

29.4.2011

Vegna tafa á afhendingu Valpress Comp í íslenskum umbúðum hefur Lyfjastofnun veitt tímabundna heimild til sölu lyfsins í norskum umbúðum með heitinu Valsartan/Hydrochlortiazid Actavis. Lyfið verður áfram selt á íslensku vörunúmerunum. Lyfinu verður umpakkað með íslenskum fylgiseðli og með límmiða þar sem fram koma m.a. íslensk vörunúmer og heiti lyfsins á Íslandi (Valpress Comp).

Actavis staðfestir að um sama lyf sé að ræða og úr sama skráningarferli, þrátt fyrir annað heiti.Til baka Senda grein