Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2011.

2.5.2011

Ný lyf

Donesyn filmuhúðuð tafla, 5 mg. Virka efnið nefnist dónepezíl og er s.k. asetýlkólínesterasahemill. Lyfið er notað til meðferðar á einkennum vitglapa hjá fólki með vægan til meðalsvæsinn Alzheimerssjúkdóm (ellivitglöp). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Finasteride Portfarma filmuhúðuð tafla, 5 mg. Fínasteríð tilheyrir flokki lyfja sem kallast 5-alfa redúktasahemlar. Lyfið er notað við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Það er lyfseðilsskylt.

Lóperamíð Portfarma tafla, 2 mg. Lóperamíð er notað við niðurgangi. Lyfið fæst án lyfseðils.

Moxalole mixtúruduft, 13,8 g. Moxalole inniheldur makrógól 3350, natríumklóríð, kalíumklóríð og natríumhýdrógenkarbónat. Það er notað við hægðatregðu og fæst án lyfseðils.

Nitroglycerin DAK tungurótartafla, 0,25 mg og 0,5 mg. Nítróglýcerín er notað til að meðhöndla og koma í veg fyrir verki við hjartaöng. Lyfið fæst án lyfseðils.

Opnol augndropar, lausn, 1 mg/ml. Virka efnið í Opnol er dexametasón. Það er notað við meðferð á bólgu og ofnæmi á yfirborði og í fremri hlutum augans. Opnol kemur í stað augndropa sem seldir hafa verið gegn undanþágu, Dexacine og Dexacine SE. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rabeprazol Actavis sýruþolin tafla, 20 mg. Rabeprazol tilheyrir flokki lyfja sem kallast prótónpumpuhemlar (PPI). Lyfið dregur úr magni magasýru sem framleidd er í maganum. Það er m.a notað við skeifugarnasári, magasári og bakflæðissjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tamsúlósín Portfarma forðahylki, hart, 0,4 mg. Tamsúlósín er s.k. alfa-blokki og notað til meðhöndlunar á einkennum í neðri hluta þvagfæra vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ný samhliða innflutt lyf

Risedronato Semanal Qualigen (Lyfjaver) filmuhúðuð tafla, 35 mg.

Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) 160/4,5 míkróg/skammt.

Nýir styrkleikar

Pentasa Sachet forðakyrni, 2 g.

Saizen stungulyf, lausn, 5,83 mg/ml.

Stelara stungulyf, lausn, 90 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein