Fréttir

Nýtt frá CHMP - maí 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 16.-19. maí sl.

25.5.2011

Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var að mæla með veitingu markaðsleyfa fyrir eftirtalin ný lyf:

  • belimumab ætlað til viðbótarmeðferðar á rauðum úlfum (active autoantibody-positive systemic lupus erythematosus) hjá fullorðnum.

  • telavancin ætlað til meðferðar á lungnabólgu sem smitast hefur á sjúkrahúsi (nosocomial pneumonia) af völdum meticillin-ónæmra Staphylococcus aureus (MÓSA).
  • boceprevir ætlað til meðferðar á langvinnri lifrarbólgu-C ásamt peginterferon alfa og ríbavírini.
  • denosumab til þess að fyrirbyggja sjúkdómseinkenni frá beinum hjá fullorðnum með meinvörp í beinum.
  • ipilimumab til meðferðar á óskurðtækum sortuæxlum eða sortuæxlum með meinvörpum hjá fullorðnum sem áður hafa fengið annars konar meðferð.

Sjá fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein