Fréttir

Tengsl á milli drómasýki og bólusetningar með Pandemrix í Svíþjóð

1.7.2011

Árið 2010 fékk sænska lyfjastofnunin óvenju margar tilkynningar um tilfelli drómasýki hjá börnum og unglingum.

Rannsókn stofnunarinnar bendir til að tengsl geti verið á milli bólusetningar með Pandemrix og fjölgunar tilfella drómasýki hjá börnum og unglingum. Hættan á að fá drómasýki jókst 6,6 falt hjá þeim sem voru bólusettir með Pandemrix samanborið við þá sem ekki voru bólusettir. Eldri rannsóknir gáfu til kynna að hættan væri fjórföld.

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CHMP) mun funda um hugsanleg tengsl milli drómasýki og bólusetningar með Pandemrix í júlí næstkomandi.

Sjá frétt sænsku lyfjastofnunarinnar.

Til baka Senda grein