Fréttir

Lyjastofnun gefur út inn- og útflutningsleyfi fyrir ávana- og fíkniefni

1.7.2011

Þann 4 maí sl. tók Lyfjastofnun við útgáfu inn- og útflutningsleyfa fyrir ávana og fíkniefni frá velferðarráðuneytinu. Verkefninu fylgdi ekki fjármagn til Lyfjastofnunar en þess í stað var ákveðið að innheimta gjald fyrir hvert útgefið leyfi til að standa undir kostnaði stofnunarinnar. Samkvæmt nýrri gjaldskrá sem birt var í stjórnartíðindum 29. júní er gjald fyrir hvert útgefið leyfi 12.500 kr. og verður það innheimt frá og með 29. júní.Til baka Senda grein