Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júlí 2011.

4.7.2011

Ný lyf

Atorvastatin Portfarma filmuhúðuð tafla, 10 mg, 20 mg og 40 mg. Atorvastatín tilheyrir flokki lyfja sem kallast statín og er ein tegund blóðfitulækkandi lyfja. Það er notað til að lækka blóðfitur eins og kólesteról og þríglýseríð þegar fituskert mataræði og breyttir lifnaðarhættir hafa ekki náð tilætluðum árangri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Carvedilol Actavis filmuhúðuð tafla, 12,5 mg og 25 mg. Carvedilól er í flokki ósértækra beta- og alfa-1-viðtakablokka. Það er notað við ýmsum hjartasjúkdómum, t.d. háþrýstingi, hjartaöng og hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Eusaprim mixtúra, dreifa, 8 mg/ml+40 mg/ml. Lyfið inniheldur tvö virk efni, trímetoprím og súlfametoxazól. Það er ætlað til meðferðar gegn ýmsum sýkingum, svo sem þvagfærasýkingu, langvinnri berkjubólgu, ákveðinni gerð af lungnabólgu og sumum þarmasýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Leflunomide medac filmuhúðuð tafla, 10 mg og 20 mg. Leflúnómíð er gigtarlyf og

notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með virka iktsýki (rheumatoid arthritis). Það er lyfsseðilsskylt og einungis sérfræðingar í gigtsjúkdómum mega ávísa því.

Paracet endaþarmsstíll, 60 mg. Virka efnið nefnist parasetamól. Það er hitalækkandi og verkjastillandi. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu án lyfseðils.

Ný samhliða innflutt lyf

Clopidogrel Qualigen (Lyfjaver) filmuhúðuð tafla, 75 mg.

Detrusitol SR (Lyfjaver) forðahylki, hart, 4 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein