Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, sendir frá sér viðvörun vegna lyfja sem innihalda píóglítazón

EMA mælir með nýjum öryggisupplýsingum fyrir píóglítazón vegna lítilsháttar aukinnar hættu á krabbameini í þvagblöðru samfara notkun lyfsins.

10.8.2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, fór yfir öll aðgengileg gögn um píóglítazón, þar með taldar forklínískar rannsóknir, klínískar rannsóknir, faraldsfræðilegar rannsóknir og tilkynningar um aukaverkanir.

Niðurstaða nefndarinnar var að vísbendingar væru fyrir hendi um að lyfið kynni að auka hættu á krabbameini í þvagblöðru lítilsháttar hjá notendum þess. Samt sem áður telur nefndin að kostir lyfsins vegi upp áhættuna fyrir ákveðinn hóp sjúklinga.

Tilkynning um þessa niðurstöðu nefndarinnar hefur verið send læknum.

Lyf sem innihalda pióglítazón eru ætluð til meðferðar á sykursýki af tegund 2. Eitt lyf með þessu virka efni, Actos, er á markaði á Íslandi.

Sjá nánar fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein