Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. september 2011.

2.9.2011

Ný lyf

Afinitor tafla, 5 mg og 10 mg. Virka innihaldefnið nefnist everolimus. Lyfið er notað við langt gengnu nýrnakrabbameini þegar önnur meðferð hefur ekki borið árangur. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í krabbameinslækningum mega ávísa því.

Gilenya hylki, hart, 0,5 mg. Virka innihaldsefnið í Gilenya er fingolimod. Það er notað fyrir fullorðna til meðferðar við MS-sjúkdómi með köstum og bata á milli. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í taugasjúkdómum mega ávísa því.

Kozylex munndreifitafla, 10 mg og Lazapix filmuhúðuð tafla, 5 mg, 10 mg og 15 mg. Kozylex og Lazapix innihalda geðrofslyfið ólanzapín. Það er m.a. notað við geðklofa og geðhvörfum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Letrozol Actavis filmuhúðuð tafla, 2,5 mg. Letrozol tilheyrir flokki lyfja sem nefnist aromatasa­hemlar. Lyfið er notað til hormónameðferðar við brjóstakrabbameini. Það er lyfseðilsskylt.

Movicol mixtúruduft, lausn 13,8 g. Movicol inniheldur makrógól 3350, natríumklóríð, kalíumklóríð og natríumhýdrógenkarbónat. Lyfið er notað við langvinnri hægðatregðu og fæst án lyfseðils.

Moviprep mixtúruduft, lausn. Moviprep inniheldur makrógól 3350, natríumsúlfat, natríumklóríð, kalíumklóríð, askorbínsýru og natríumaskorbat. Lyfið er ætlað til ristilhreinsunar áður en framkvæmdar eru klínískar aðgerðir sem krefjast hreins ristils. Það er lyfseðilsskylt.

Pinex Smelt munndreifitafla, 250 mg. Virka innihaldsefnið í Pinex Smelt er parasetamól. Það er hitalækkandi og verkjastillandi. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins án lyfseðils.

Pranolol tafla, 20 mg. Pranólól er s.k. betablokki. Lyfið er notað við ýmsum hjartasjúkdómum m.a. hjartaöng, háþrýstingi og hjartsláttartruflunum. Það er einnig notað við einkennum ofstarfsemi skjaldkirtils og til að fyrirbyggja mígreni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Thalidomide Celgene hylki, hart, 50 mg. Talídómíð ásamt melfalan og prednisóni er ætlað sem fyrsta meðferð sjúklinga ≥ 65 ára að aldri, með ómeðhöndlað mergæxli (multiple myeloma), eða sjúklinga sem geta ekki fengið krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í blóðsjúkdómum mega ávísa því.

Tramadol Actavis hylki, hart, 50 mg. Tramadól tilheyrir flokki lyfja með morfínlíka eiginleika (ópíóíða). Lyfið er notað við meðalsvæsnum til miklum verkjum. Það er lyfseðilsskylt.

Xiapex stungulyfsstofn og leysir, lausn, 0,9 mg. Xiapex inniheldur kollagenasa úr Clostridium histolyticum. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar lófakreppu með þreifanlegan streng hjá fullorðnum sjúklingum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í handarskurðlækningum og gigtarlækningum.

Nýtt lyfjaform

Fluconazole Portfarma innrennslislyf, lausn, 2 mg/ml.

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein