Fréttir

Oestradiol vefjalyf verður ekki fáanlegt

7.9.2011

Lyfjastofnun hafa borist upplýsingar um að hætt verði að framleiða lyfið Oestradiol Implant og það verður því ekki lengur fáanlegt. Lyfið er ekki skráð á Íslandi en hefur verið flutt inn gegn undanþágu fyrir ákveðna sjúklinga. Lyfið er birt á undanþágulista í þremur styrkleikum, 25 mg, 50 mg og 100 mg.
Mismunandi styrkleikar lyfsins verða felldir af undanþágulista eftir því sem þeir hætta að fást. Oestradiol Implant 100 mg er þegar uppurið og verða upplýsingar um það felldar af undanþágulista hið fyrsta, 50 mg styrkleiki mun verða felldur af lista 1. febrúar og 25 mg styrkleiki 1. maí 2012.Til baka Senda grein