Fréttir

Tilkynntar aukaverkanir fyrri hluta árs 2011

Lyfjastofnun hefur móttekið 95 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir eða skort á verkun lyfja á Íslandi fyrri hluta ársins 2011. Til samanburðar barst 191 tilkynning allt árið 2010.

7.9.2011

Tilkynningar berast Lyfjastofnun með þrennum hætti: Frá markaðsleyfishafa, heilbrigðisstarfsmanni og frá almenningi. Flestar tilkynningar bárust frá markaðsleyfishöfum eða 45. Frá heilbrigðisstarfsmönnum bárust 41 tilkynningar og 9 frá almenningi. Af 41 tilkynningu frá heilbrigðisstarfsmönnum voru 33 tilkynningar frá læknum, 7 frá lyfjafræðingum og ein frá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Engin tilkynningin barst frá dýralæknum

Sjá samantekt um aukaverkanirTil baka Senda grein