Fréttir

Vefur Lyfjastofnunar Evrópu liggur niðri dagana 23. til 25. september 2011

Vefur Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, liggur niðri frá kl. 18 föstudaginn 23. 9. fram til morguns mánudaginn 26. september 2011.

23.9.2011

Aðrir vefir á vegum stofnunarinnar bæði opnir og aðgangsstýrðir þar með taldir EudraCT, EudraPharm og EudraGMP verða einnig lokaðir.

Lokunin hefur það í för með sér að ekki verður hægt að nálgast íslenska sérlyfjaskrártexta og fylgiseðla miðlægt skráðra lyfja.

Á meðan á lokuninni stendur verður birt skjámynd með mikilvægum niðurstöðum af fundi nefndar sérfræðinga um lyf fyrir menn, CHMP, sem haldinn er dagana 19. til 22. september.Til baka Senda grein