Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu mælir með takmörkun á notkun lyfsins Multaq®

Í ályktun sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, kemur fram að kostir lyfsins vegi upp mögulega áhættu við notkun þess hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif.

26.9.2011

Niðurstaða nefndarinnar er sú að takmarka skuli notkun lyfsins við sjúklinga með tilfallandi gáttatif og þrálátt gáttatif (paroxysmal fibrillation og persistent atrial fibrillation) vegna aukinnar hættu á skaða af völdum lyfsins á lifur, lungu og hjarta og æðakerfi.

Sjúklingum, sem fengið hafa lyfið, er bent á að ræða við lækni sinn um áframhald meðferðar.

Multaq® inniheldur virka efnið dronedaron og er ætlað sjúklingum með hjartsláttartruflanir. Lyfið hefur íslenskt markaðleyfi og er markaðssett hér á landi.Til baka Senda grein