Fréttir

Ekki hlutverk Lyfjastofnunar að viðurkenna Hydroxycut Hardcore

Lyfjastofnun metur hvort vara sem kemur til flokkunar skuli skilgreind sem lyf

27.9.2011

Í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 23. september sl. um vöruna Hydroxycut Hardcore og þeirra orða sem höfð eru eftir seljanda vörunnar þess efnis að hún sé nú viðurkennd af „Lyfjaeftirlitinu” vill Lyfjastofnun taka eftirfarandi fram.

Lyfjastofnun metur hvort vara sem kemur til flokkunar skuli skilgreind sem lyf og falli þar með undir lyfjalög. Úrskurður Lyfjastofnunar þess efnis að vara falli ekki undir lyfjalög felur ekki í sér mat á öryggi eða gæðum vörunnar.Til baka Senda grein