Fréttir

Ný lyf á markað 1. október 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. október 2011.

3.10.2011

Ný lyf

Anatera stungulyf, lausn, 10%. Innihaldsefnið, fluorescein, gerir æðar í aftari hluta augans sýnilegar. Lyfið er ætlað til sjúkdómsgreiningar. Notkun þess er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í augnlækningum mega ávísa því.

Jext stungulyf, lausn, 150 míkróg og 300 míkróg. Jext inniheldur epinefrín (adrenalín) í lyfjapenna. Það er notað til bráðameðferðar við skyndilegum lífshættulegum ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmislosti). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Montelukast Portfarma filmuhúðuð tafla 10 mg. Montelúkast er s.k. leukotríenviðtakahemill. Lyfið er notað við astma. Það er lyfseðilsskylt.

OxyNorm Dispersa munndreifitafla, 5 mg, 10 mg og 20 mg. Virka efnið nefnist oxýkódon og tilheyrir flokki ópíóíða. Lyfið er notað við miklum verkjum og er eftirritunarskylt.

Picoprep mixtúruduft, lausn. Virku efnin eru natríumpíkósúlfat, magnesíumoxíð og sítrónusýra. Lyfið er ætlað til að hreinsa þarma fyrir rannsókn eða skurðaðgerð. Lyfið fæst án lyfseðils.

Sycrest tungurótartafla, 5 mg og 10 mg. Sycrest inniheldur virka efnið asenapin. Það er í flokki geðrofslyfja og er notað til meðferðar við meðalalvarlegum eða alvarlegum geðhæðarlotum tengdum geðhvarfasýki I. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýtt samhliða innflutt lyf

Zalasta (LYFIS) tafla, 2,5 mg, 5 mg, 7,5 mg og 10 mg.

Nýir styrkleikar

Kozylex munndreifitafla, 5 mg.

Lazapix filmuhúðuð tafla, 2,5 mg.

Lumigan augndropar, lausn, 0,1 mg/ml.

Pradaxa hylki, hart, 150 mg.

Pranolol tafla, 40 mg.

Seroquel Prolong forðatafla, 150 mg.

Voltaren Dolo húðuð tafla, 25 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein