Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur látið innkalla nokkrar framleiðslulotur af Advagraf® 0,5 mg forðahylkjum

Engin af þessum framleiðslulotum hefur verið í dreifingu á Íslandi.

23.10.2011

Ástæða innköllunarinnar er sú að mælst hefur meira virkt efni sem losnar úr hylkjunum en ætlast er til. Advagraf® inniheldur virka efnið takrólímus og er notað sem fyrirbyggjandi og gegn líffærahöfnun hjá ósamgena fullorðnum nýrna- og lifrarþegum.

Sjá nánar á vef EMATil baka Senda grein