Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, sendir frá sér fréttatilkynningu um pióglítazón

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, staðfestir að kostir pióglítazóns vegi upp áhættuna af notkun þess fyrir ákveðinn hóp sjúklinga.

24.10.2011

Í frétt Lyfjastofnunar frá 10. ágúst sl. er birt viðvörun Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um lyf sem innihada pióglítazón vegna lítilsháttar aukinnar hættu á krabbameini í þvagblöðru samfara notkun lyfsins.

Í fréttatilkynningu EMA 21. október sl. er fyrri niðurstaða staðfest þ.e. að pióglítazón sé enn góður kostur við meðhöndlun á sykursýki af tegund 2 fyrir ákveðinn hóp sjúklinga þó aðeins þegar önnur úrræði hafa ekki sýnt fullnægjandi árangur.

Lyf sem innihalda pióglítazón eru ætluð til meðferðar á sykursýki af tegund 2. Eitt lyf með þessu virka efni, Actos, er á markaði á Íslandi.Til baka Senda grein