Fréttir

Viðbrögð við lyfjaskorti - reynsla af verkferli

2.11.2011

Í desember 2010 komu Lyfjastofnun og lyfjainnflytjendur sér saman um verkferil til að bregðast við tilfallandi lyfjaskorti t.d. vegna framleiðsluvandamála eða tafa á sendingum. Sjá frétt Lyfjastofnunar 6. desember 2010. Ákveðið var að láta reyna á hvort verkferillinn myndi ganga upp og endurskoða hann innan eins árs.

Nú, tæpu ári síðar, er það mat Lyfjastofnunar að þetta fyrirkomulag hafi ekki staðið undir væntingum. Tilkynningar til stofnunarinnar um yfirvofandi skort einstakra lyfja hafa verið fáar og handahófskenndar.

Lyfjastofnun hefur í ljósi framangreinds ákveðið að fella verkferilinn úr gildi og sérstakt netfang sem stofnað var í tengslum við verkferilinn verður aflagt frá og með deginum í dag.Til baka Senda grein