Fréttir

Niðurfelling lyfja af undanþágulista

27 vörunúmer verða felld af undanþágulista 1. apríl 2012. Eftir þann tíma verður sala lyfjanna ekki heimil nema fyrir liggi samþykki Lyfjastofnunar.

19.12.2011

Lyfjastofnun hefur endurskoðað undanþágulista sem fylgir lyfjaverðskrá. Þann 1. apríl 2012 verða eftirtalin vörnúmer felld af undanþágulistanum og sala lyfjanna því ekki heimil nema gegn samþykktri undanþágu Lyfjastofnunar.

Hinn 1. apríl nk. falla fyrri lyfseðlar á þessi lyf úr gildi. Sjúklingum sem nota eitthvert þessara lyfja að staðaldri er bent á að hafa samband við lækni tímanlega áður en ætlunin er að leysa út lyfið eftir 1. apríl. Læknirinn getur þá sótt um áframhaldandi notkun til Lyfjastofnunar eftir því sem við á.

Sjá lista yfir yfir lyf sem felld verða af undanþágulista 1. apríl 2012Til baka Senda grein