Fréttir

Innköllun á Optimol augndropum

Santen Oy hefur í samráði við Lyfjastofnun ákveðið að innkalla tólf lotur af Optimol augndropum 2,5 mg/ml og 5 mg/ml

27.12.2011

Ástæða innköllunarinnar er sú að sum glösin gætu innihaldið minna rúmmál en 5 ml. Rannsókn á glösunum hefur einnig leitt í ljós að styrkur tímólóls í lausnunum getur verið hærri en vera á.

Af öryggisástæðum eru öll augndropaglös samkvæmt meðfylgjandi töflu innkölluð.

 Lotur 123402, 132350 124976, 132352 124631, 129646
 Vörunúmer Heiti lyfs   Lotunúmer
110072 Optimol augndropar 2,5 mg/ml 5 ml 123402, 132350
459727 Optimol augndropar 2,5 mg/ml 5 ml * 3 124976, 132352
110080 Optimol augndropar 5 mg/ml 5 ml 124631, 129646
459743 Optimol augndropar 5 mg/ml 5 ml * 3

123072, 124996, 124997,

130346, 130347, 133098Óskað er eftir að innkallaðar pakkningar verði sendar til Parlogis hf. innan tveggja vikna.Til baka Senda grein