Innköllun á Optimol augndropum
Santen Oy hefur í samráði við Lyfjastofnun ákveðið að innkalla tólf lotur af Optimol augndropum 2,5 mg/ml og 5 mg/ml
Ástæða innköllunarinnar er sú að sum glösin gætu innihaldið minna rúmmál en 5 ml. Rannsókn á glösunum hefur einnig leitt í ljós að styrkur tímólóls í lausnunum getur verið hærri en vera á.
Af öryggisástæðum eru öll augndropaglös samkvæmt meðfylgjandi töflu innkölluð.
Lotur 123402, 132350 124976, 132352 124631, 129646Vörunúmer | Heiti lyfs | Lotunúmer |
---|---|---|
110072 | Optimol augndropar 2,5 mg/ml 5 ml | 123402, 132350 |
459727 | Optimol augndropar 2,5 mg/ml 5 ml * 3 | 124976, 132352 |
110080 | Optimol augndropar 5 mg/ml 5 ml | 124631, 129646 |
459743 | Optimol augndropar 5 mg/ml 5 ml * 3 |
123072, 124996, 124997, 130346, 130347, 133098 |
Óskað er eftir að innkallaðar pakkningar verði sendar til Parlogis hf. innan tveggja vikna.