Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. febrúar2012.

6.2.2012

Lyf fyrir menn

Ný lyf

Escitalopram LYFIS Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 20 mg af escitaloprami (sem oxalat). Lyfið er lyfseðilsskylt og notað við; alvarlegum þunglyndisköstum, felmtursröskun, með eða án víðáttufælni, félagsfælni og þráhyggju og árátturöskun (OCD).

Ibandronic acid Portfarma Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af íbandrónsýru (sem íbandrónnatríum einhýdrat). Lyfið er ætlað til meðferðar við beinþynningu hjá konum sem eru í aukinni hættu á beinbrotum eftir tíðahvörf.

Incivo Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 375 mg af telapreviri. Lyfið er lyfseðilsskylt og ætlað til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu C af arfgerð 1, í samsettri meðferð með peginterferoni alfa og ribaviríni, hjá fullorðnum sjúklingum með starfhæfa lifur þrátt fyrir lifrarsjúkdóm.

Matever Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg, 500 mg eða 1g af levetiracetami. Lyfið er lyfseðilsskylt og ætlað til einlyfjameðferðar við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga, hjá sjúklingumfrá 16 ára aldri, með nýgreinda flogaveiki.

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun 1.000 ml innihalda 500 mmól natríum og 500 mmól hýdrógenkarbónat. Lyfið sem er sjúkrahúslyf (S-merkt) er ætlað til notkunar við efnaskiptablóðsýringu.

Omeprazol Pensa (Lyfjaver) Svíþjóð Hvert sýruþolið hylki inniheldur 20 mg af ómeprazóli. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á bakflæðiseinkennum (t.d. brjóstsviða og nábíts) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt en heimilt er að selja takmarkað magn þess í lausasölu, mest 30 stk. af 10 mg eða 20 mg töflum handa einstaklingi.

Omeprazol ratiopharm Hvert sýruþolið hylki inniheldur 20 mg af omeprazoli. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar á bakflæðissjúkdómi (t.d. brjóstsviða, súru bakflæði) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt en heimilt er að selja takmarkað magn þess í lausasölu, mest 30 stk. af 10 mg eða 20 mg töflum handa einstaklingi.

Panodil Zapp Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli. Lyfið er notað við höfuðverk, tannverk, hita sem fylgir kvefi, tíðaverkjum, vöðva- og liðverkjum, verkjastillandi við gigtarverkjum, háum hita. Lyfið er selt án lyfseðils.

Remifentanil Actavis Hvert hettuglas inniheldur 1 mg af remifentaníli (sem remifentanílhýdróklóríð). Lyfið sem er sjúkrahúslyf (S-merkt) of eftirritunarskylt er ætlað sem verkjastillandi lyf til notkunar við innleiðslu og/eða viðhald svæfingar.

Ropinirol Portfarma Hver tafla inniheldur rópínírólhýdróklóríð, samsvarandi 0,25, 0,5, 1,0, 2,0, eða 5,0 mg af óbundnum rópínírólbasa. Lyfið er notað til meðferðar á Parkinsonsjúkdómi.

Nýr styrkleiki

Zalasta (LYFIS) Danmörk

Dýralyf

Nýtt dýralyf

Prid delta Hvert skeiðarinnlegg inniheldur 1,55 g prógesterón. Lyfið er ætlað til að stjórna gangmálum hjá kúm og kvígum. Lyfið er lyfseðilsskylt og aðeins dýralæknar mega gefa það.Til baka Senda grein