Fréttir

Tilkynnt um háa lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga

Lyfjastofnun hefur sent Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upplýsingar um háa lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga hér á landi.

14.2.2012

Þann 7. febrúar síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin tillögu velferðarráðherra um að bjóða öllum konum sem fengið hafa PIP brjóstapúða hér á landi að láta nema þá brott með aðgerð á vegum Landspítala.

Búið er að ómskoða 105 konur hér á landi með slíkar fyllingar og hefur leki greinst í púðum hjá 71 konu eða um 68% þeirra sem hafa verið skoðaðar. Eftir því sem best er vitað hefur hvergi annars staðar verið ráðist í skipulega ómskoðun kvenna með PIP brjóstafyllingar.

Sjá tilkynningu Lyfjastofnunar, velferðarráðuneytis og landlæknisTil baka Senda grein