Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. mars 2012.

2.3.2012

Ný lyf

Amlodipin Bluefish Hver tafla inniheldur 5 eða 10 mg af amlodipini (sem amlodipinbesilat).Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á háþrýstingingi (essential hypertension) oglangvinnri hjartaöng í jafnvægi og hjartaöng vegna kransæðakrampa. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Anastrozole Bluefish Hver filmhúðuð tafla inniheldur 1 mg af anastrozoli. Lyfið er notað við hormónaháðu brjóstakrabbameini eftir tíðahvörf. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Arzerra Einn ml af innrennslisþykkni inniheldur 20 mg af ofatumumabi. Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af ofatumumabi í 5 ml. Lyfið er ætlað til meðferðar við langvinnu eitilfrumuhvítblæði (CLL) hjá sjúklingum sem ekki svara meðferð með flúdarabíni og alemtuzumabi. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Dexdor Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum af dexmedetomidíni. Róandi lyf handa fullorðnum sjúklingum á gjörgæslu sem þurfa slævingu sem ekki er yfir ákveðnum mörkum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í svæfingum.

Esomeprazol Actavis Hvert hylki inniheldur 20 eða 40 mg esomeprazol (sem magnesíumtvíhýdrat). Lyfið er notað við vélindisbakflæðissjúkdómi, -í samsettri meðferð með viðeigandi sýklalyfjum til upprætingar á Helicobacter pylori, -fyrir sjúklinga sem þurfa samfellda meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID), -í framhaldsmeðferð eftir innrennsli í æð sem er ætlað að koma í veg fyrir endurteknar blæðingar úr magasárum og meðferð við Zollinger Ellison heilkenni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Fem-Mono Retard Hver forðatafla inniheldur 60 mg af ísósorbíðmónónítrati. Lyfið er notað til fyrirbyggjandi meðferð við hjartaöng. Lyfið er lyfsseðilsskylt.

Gabapentin ratiopharm Hvert hylki inniheldur 300 eða 400 mg af gabapentini. Lyfið er ætlað til meðferðar við flogaveiki og til meðferðar við útlægum taugaverkjum. Lyfið er lyfsseðilsskylt.

Letrozole Bluefish Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg af letrozoli. Lyfið er notað við hormónaháðu brjóstakrabbameini eftir tíðahvörf. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Toctino Í hverju hylki eru 10 mg eða 30 mg af alítretínóíni. Lyfið er ætlað til notkunar hjá fullorðnum einstaklingum með alvarlegt, langvinnt handexem sem lagast ekki við meðferð með sterkum, staðbundnum barksterum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum Einungis heimilt að ávísa 30 daga skammti handa konum á barnseignaraldri og lyfseðill gildir í 7 daga frá útgáfudegi fyrir þær.

Nýtt lyfjaform

Diovan, mixtúra, lausn. Hver ml af mixtúru inniheldur 3 mg af valsartani. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi hjá börnum og unglingum á aldrinum 6 til 18 ára. Lyfið er lyfseðilsskylt.Til baka Senda grein