Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu birtir lista yfir lyfjaefni sem sótt hefur verið um miðlægt markaðsleyfi fyrir

Í listanum eru lyfjaefni undir INN-nafni (international non-proprietary names) ásamt meðferðarsviði.

7.3.2012

Lyfjastofnun Evrópu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að birtur verði mánaðarlega listi yfir lyfjaefni sem sótt hefur verið um miðlægt markaðsleyfi fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Í listanum eru aðeins lyfjaefni sem hafa verið samþykkt til umfjöllunar sem gild umsókn um miðlægt makaðsleyfi.

Upplýsingar þessar eru birtar í samræmi við ákörðun Lyfjastofnunar Evrópu og samtaka forstöðumanna lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu, HMA, um aukið gagnsæi á starfsemi stofnunarinnar og yfirvalda aðildarlandanna.

Listinn verður uppfærður mánaðarlega eftir fundi sérfræðinganefndar stofnunarinnar um lyf fyrir menn, CHMP.

Sjá nánar frétt EMA og listannTil baka Senda grein