Fréttir

"Lási lyfjaskammtari"

Fimm verkfræðinemar heimsóttu Lyfjastofnun og kynntu hugmynd sína um tæki til að stýra lyfjagjöf þeirra sem fá lyf í skammtapokum.

27.3.2012

Hugmynd verkfræðinemanna, sem hefur vinnuheitið „Lási lyfjaskammtari“ og er ein tíu viðskiptahugmynda sem keppa til úrslita í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2012 en 224 hugmyndir hófu keppni. Teymin að baki þessum tíu hugmyndum munu kynna þær fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitum sem fram fara 31. mars næstkomandi.

Hugmyndinni er ætlað að bæta meðferðarheldni lyfjagjafa en henni er oft ábótavant, sérstaklega hjá öldruðum og þeim sem hafa skert minni.

Að mati Lyfjastofnunar er hugmyndin góð og gæti án efa bætt meðferðarheldni margra sjúklinga, aukið lífsgæði þeirra og lækkað afleiddan kostnað í heilbrigðisþjónustunni.

Lyfjastofnun óskar verkfræðinemunum velgengni í keppninni og um alla framtíð en þeir eru: Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ingunn Ýr Guðbrandsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn B. Magnússon og Vaka Valsdóttir.Til baka Senda grein