Fréttir

Til markaðsleyfishafa - sýnishorn/myndir af töflum og hylkjum.

Lyfjastofnun óskar ekki lengur eftir sýnishornum eða myndum af töflum og hylkjum.

29.3.2012

Frá og með deginum í dag fellur niður sú krafa Lyfjastofnunar að sýnishorn eða myndir af töflum og hylkjum séu send stofnuninni áður en til markaðssetningar viðkomandi lyfs kemur. Stofnunin mun hins vegar óska eftir sýnishornum lyfja ef sérstaka ástæðu ber til. Upplýsingum hér að lútandi í „Notice to Applicants“ verður breytt við fyrsta tækifæri.

Framangreind breyting gildir einnig um lyf sem hafa nú þegar fengið markaðsleyfi með kröfu um sýnishorn og verða markaðssett síðar meir.Til baka Senda grein