Fréttir

"Lási lyfjaskammtari" sigurvegari

Sprotafyrirtækið RemindMe sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2012.

2.4.2012

Það var viðskiptahugmynd fimm verkfræðinema á lokaári við Háskóla Íslands um "Lása lyfjaskammtara" sem bar sigur úr býtum í keppninni um Gulleggið 2012.

Hugmyndin er sjálfvirkur og læsanlegur lyfjaskammtari sem er ætlað að bæta meðferðarheldni lyfjagjafa en henni er oft ábatavant, sérstaklega hjá öldruðum og þeim sem hafa skert minni. Verkfræðinemanir vinna nú að frumgerð tækisins og markaðssetningu á alþjóðavettvangi.

Verkfræðinemarnir fimm eru Ingunn Guðbrandsdóttir, Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn Bergsteinn Magnússon og Vaka Valsdóttir.

Lyfjastofnun óskar þeim til hamingju með glæsilegan árangur.Til baka Senda grein