Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. apríl 2012.

10.4.2012

Ný lyf

Donepezil Medical filmhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af donepezílhydrokloríði. Lyfið er ætlað til meðferðar á vægum til í meðallagi alvarlegra vitglapa vegna Alzheimerssjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Isentress töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af raltegravíri (sem kalíum). Lyfið er ætlað til notkunar í samsettri meðferð með öðrum andretróveirulyfjum á sýkingu vegna alnæmisveirunnar HIV-1, hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.

Ketoconazol ratiopharm hársápa. Hver ml inniheldur 20 mg af ketoconazoli. Lyfið er ætla til meðferðar á flösuhúðbólgu (seborrheic dermatitis) í hársverði og flösu (pityriasis capitis). Lyfið er selt í lausasölu.

Lidokain FarmaPlus stungulyf. Hver ml inniheldur  10 mg eða 20 mg af lidokain hýdróklóríði (sem einhýdrat). Hver ml inniheldur einnig 1 mg af natríum metýl-parahýdroxíbenzóati (E 219). Lyfir er ætlað til taugadeyfingar í fingrum, tám, eyrum, nefi og getnaðarlim og íferðardeyfingar og útlægri taugadeyfingu þegar ekki má nota adrenalín (epínefrín).

Omnitrope stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hver ml af tilbúinni lausn inniheldur 1,3 mg af sómatótrópíni. Lyfið er ætað til meðferðar á á skorti á vaxtarhormóni hjá börnum og fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlalækningum.

Sevofluran Baxter 100% innöndunargufa, vökvi. Lyfið samanstendur einungis af virku efni. Lyfið er ætlað til innleiðslu og viðhalds svæfingar hjá fullorðnum og börnum. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Sumatriptan Bluefish töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg af sumatriptani (sem sumatriptansuccinat). Lyfið er ætlað til meðferðar við mígreniköstum, með eða án fyrirboðaeinkenna. Lyfið er lyfseðilsskylt.

TOBI Podhaler innöndunarduft, hart hylki. Hvert hart hylki inniheldur 28 mg af tobramycini. Lyfið er ætlað til bælandi meðferðar við langvinnri lungnasýkingu af völdum Pseudomonas aeruginosa, hjá fullorðnum og börnum 6 ára og eldri með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum, sérfræðinga í smitsjúkdómum og barnalækna með sérþekkingu á slímseigjusjúkdómi.

Xeplion stungulyf, forðadreifa. Hver áfyllt sprauta inniheldur 39 mg af paliperidon palmitati sem jafngildir 25 mg af paliperidoni. Lyfið er ætlað sem viðhaldsmeðferð við geðklofa hjá fullorðnum sjúklingum sem náð hafa jafnvægi við meðferð með paliperidoni eða risperidoni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

ZELTA Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg, 500 mg eða 1000 mg af levetiracetami. Lyfið er ætlað til einlyfjameðferðar við hlutaflogum, með eða án síðkominna alfloga, hjá sjúklingum frá 16 ára aldri, með nýgreinda flogaveiki. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýr styrkleiki

INTELENCE töflur 200 mg

Selexid töflur 400 mg

Ný dýralyf

Cortavance lausn til úðunar á húð fyrir hunda. Hver ml inniheldur 0,584 mg af hydrocortisone aceponati. Lyfið er ætlað til meðferðar á bólgu og kláða vegna húðsjúkdóma í hundum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Easotic eyrnadropar, dreifa handa hundum. Hver ml inniheldur: Hýdrókortisonaceponat 1,11 mg/ml, miconazol sem nítrat 15,1 mg/ml og gentamicin sem súlfat 1.505 a.e./ml. Lyfið er ætlað til meðferðar við bráðri hlustarbólgu og bráðri versnun endurkominnar hlustarbólgu vegna baktería sem eru næmar fyrir gentamicini og sveppa sem eru næmir fyrir miconazoli, þá sérstaklega Malassezia pachydermatis. Lyfið er lyfseðilsskylt.Til baka Senda grein