Fréttir

Til markaðsleyfishafa - Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum

Áður en ný íslensk staðalheiti verða samþykkt og send EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingar/breytingar á þýðingum.

26.4.2012

Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum fyrir lyfjaform, pakkningar og íkomuleiðir lyfja sem samþykkt hafa verið hjá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) liggja nú fyrir. Um er að ræða ríflega 100 ný/eldri staðalheiti en í allmörgum tilfellum eru þetta ný samsett staðalheiti (combined terms) þar sem skeytt er saman tveimur eða fleiri áður samþykktum þýðingum lyfjaforma/íkomuleiða/umbúða. Þá hefur nokkur fjöldi áður samþykktra staðalheita einnig verið endurskoðaður

Meðal breytinga á áður samþykktum íslenskum staðalheitum eru þýðingar á lyfjaformum sem hafa gastro-resistant sem hluta af ensku heiti og verður framvegis þýtt sem magasýruþolið í stað sýruþolið áður og lyfjaform sem áður hétu hylki, hart eða hylki, mjúkt verða þýdd sem hart hylki og mjúkt hylki. Bent skal á að breyttar þýðingar á staðalheitum í textum skal uppfæra samhliða öðrum textabreytingum og nýir textar skulu ekki sendir Lyfjastofnun eingöngu vegna breyttra þýðinga á staðalheitum.

Áður en ný íslensk staðalheiti verða samþykkt og send til EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingar/breytingar á þýðingum. Athugasemdir ásamt útskýringum og e.t.v. nýjum tillögum að þýðingum, leiðréttingum eða ábendingum skulu sendar í því skjali sem er til umsagnar, þ.e. í dálkinum lengst til hægri og berast á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is auðkennt athugasemdir við staðalheiti, eigi síðar en 15. maí n.k.

Sjá lista yfir staðalheiti

Til baka Senda grein