Fréttir

Til dýralækna - lyfjagát dýralyfja

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) birti 13. febrúar síðastliðinn 9. yfirlit sitt um lyfjagát dýralyfja, sem spannar árið 2011. Einkum er fjallað um miðlægt skráð lyf líkt og áður.

7.5.2012

Alls tók Lyfjastofnun Evrópu við 4.629 tilkynningum vegna aukaverkana í dýrum og 259 tilkynningum vegna aukaverkana í mönnum tengdum miðlægt skráðum dýralyfjum. Af þeim tilkynningum sem barust vegna aukaverkana í mönnum þá var helmingur vegna snertingar manna við dýralyf á húð við sníkjudýrum. Hinn helmingurinn er vegna óhappa við notkun dýrastungulyfja.

Tilkynningar bárust vegna 88 skráðra lyfja sem er um 70% af þeim 126 skráðu dýralyfjum sem að höfðu gilt markaðsleyfi í lok árs 2011.

Alls bárust 132 samantekarskýrslur um öryggi dýralyfja (PSUR eða PSUR addendum) árið 2011 og var talin ástæða til þess að uppfæra samantekt um eiginleika lyfja (SmPC) í 13 dýralyfjum. Af þeim lyfjum eru eftirfarandi lyf á markaði hér á landi:

Cerenia

Convenia

Cortavance

Metacam

Trocoxil

Það var örlítil fækkun á skráðum alvarlegum aukaverkanatilkynningum á árinu 2011 en hins vegar fjölgaði tilkynningum sem ekki teljast til alvarlegra aukaverkana.

Þess má geta að árið 2011 barst engin tilkynning vegna dýralyfja eða frá dýralæknum hér á landi. 9.fréttablaðið má nálgast hér.

Til baka Senda grein