Fréttir

Skortur á Chloromycetin augnsmyrsli

Augnsmyrsl frá Noregi verður sett á undanþágulista 1. júní

8.5.2012

Chloromycetin augnsmyrsl er ekki fáanlegt og verður ekki til fyrr en í lok júlí. Þar til Chloromycetin verður aftur fáanlegt geta læknar ávísað Kloramfenikol øyesalve 1% 5 g frá Nycomed Pharma AS í Noregi. Lyfið verður birt á undanþágulista 1. júní. Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli en apótekin geta afgreitt það strax. Lyfjaver ehf. mun annast heildsöludreifingu lyfsins.

Til baka Senda grein