Fréttir

Reglugerð um álagningu dagsekta

Reglugerð 412/2012 um álagningu dagsekta sem Lyfjastofnun ákveður hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda

8.5.2012

Reglugerðin gildir um beitingu Lyfjastofnunar á dagsektum gagnvart eftirlitsskyldum aðilum samkvæmt lyfjalögum, nr. 93/1994.

Dagsektum er unnt að beita til að knýja á um úrbætur og framkvæmd ráðstöfunar, vegna brota á lyfjalögum og reglugerðum settum með stoð í þeim og ef fyrirmælum Lyfjastofnunar er ekki sinnt.

Frétt velferðarráðuneytisins

Reglugerð 412/2012Til baka Senda grein