Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2012.

8.5.2012

Ný lyf

Atenolol Lyfis Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af atenololi. Lyfið er ætlað til meðferðar á háþrýstingi (arterial hypertension), hraðsláttarglöpum, við bráðu hjartadrepi og til varnar gegn hjartaöngum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Desloratadine Actavis Hver tafla inniheldur 5 mg desloratadíni. Desloratadine Actavis er ætlað að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Eviplera Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af emtrícítabíni, 25 mg af rilpiviríni (sem hýdróklóríði) og 245 mg af tenófóvír tvísóproxíli (sem fúmarati). Lyfið er notað við meðferð gegn sýkingu af völdum alnæmisveiru af gerð 1 (HIV-1) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum.

Fabrazyme Hvert hettuglas af Fabrazyme inniheldur sem samsvarar 5 eða 35 mg af agalsídasa beta. Fabrazyme er ætlað til langtíma ensímuppbótarmeðferðar hjá sjúklingum þar sem staðfest greining á Fabry-sjúkdómi liggur fyrir (skortur á α-galaktosídasa A). Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í hjartasjúkdómum og sérfræðinga í nýrnasjúkdómum. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi (sjá ennfremur).

Lamotrigin ratiopharm Hver tafla inniheldur 25 mg, 50 mg, 100 mg eða 200 mg af lamotrigini. Lyfið er ætlað til meðferðar á flogaveiki hjá börnum og fullorðnum og til að fyrirbyggja þunglyndislotur hjá sjúklingum, 18 ára og eldri, með geðhvarfasjúkdóm af tegund I.

Livopan Hvert hylki inniheldur:Tvínituroxíð (N2O, glaðloft) 50% v/v og súrefni (O2, lyfjasúrefni) 50 % v/v. Livopan er notað til meðferðar á vægum til meðalsterkum verkjum sem vara í stuttan tíma, þegar óskað er eftir fljótvirkum verkjastillandi áhrifum. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Loratadin LYFIS Hver tafla inniheldur 10 mg af loratadini. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningar merktar (L) handa einstaklingi.

Losartan LYFIS Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg, 50 mg og 100 mg af losartankalium. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi (essential hypertension). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Losartan/Hydrochlorothiazide Bluefish Hver filmuhúðuð tafla inniheldur: 50 mg af losartankalíum og 12,5 mg af hydrochlorotiazidi eða 100 mg af losartankalíum og 25 mg af hydrochlorotiazidi. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn háþrýstingi (essential hypertension). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lung test gas CO (C2H2/CH4) Aga Lyfið inniheldur: Kolmónoxíð (CO) 0,3%, asetýlen (C2H2) 0,3% og metan (CH4) 0,3% við 150 bara þrýsting (15°C). Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreininga á lungnastarfsemi. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Lung test gas CO (HE) Aga Lyfið inniheldur: Kolmónoxíð (CO) 0,28% og helíum (He) 9,3% við 150 bara þrýsting (15°C). Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreininga á lungnastarfsemi. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Metoprolol ratiopharm Hver forðatafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg,eða 190 mg af metoprololsuccinati. Lyfið er ætlað til meðferðar við stöðugri, langvinnri hjartabilun, háþrýsingi, hjartaöng, hjartsláttartruflunum og hjartsláttarónotum. Einnig sem fyrirbyggjandi meðferð gegn mígreni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ondansetron Billev Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 8 mg af ondansetróni (sem ondansetrónhýdróklóríðtvíhýdrat). Lyfið er ætlað til meðferðar gegn ógleði og uppköstum af völdum frumudrepandi krabbameinslyfja og geislameðferðar sem og til varnar gegn ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir hjá börnum og fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Visanne Hver tafla inniheldur 2 mg af díenógesti. Lyfið er ætlað til meðferðar við legslímuvillu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Yervoy Hver ml af þykkni inniheldur 5 mg af ipilimumabi. Lyfið er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtækt eða með meinvörpum) sortuæxli hjá fullorðnum sem hafa fengið meðferð áður. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi (sjá ennfremur).

Nýir styrkleikar

Carvediol Actavis 6,25 mg

Xarelto 15 mg og 20 mg

Ný dýralyf

Alizin vet. Hver ml inniheldur 30 mg af aglepriston. Lyfið er ætlað hundum (tíkum). Lyfið er ætlað til framköllunar fósturláts í allt að 45 daga eftir pörun hjá tíkum. Lyf sem má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Suprelorin Lyfið inniheldur 4,7 mg eða 9,4 af deslorelíni (sem deslorelín asetat). Lyfinu er ætlað að valda tímabundinni ófrjósemi hjá heilbrigðum, ógeldum, kynþroska, karlkyns hundum. Lyfið má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D) enda sé lyfinu ætíð vísað á nafn dýralæknis til nota í starfi. D merkt í lyfjaskrám. Lyfið er lyfseðilsskylt.Til baka Senda grein