Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júní 2012.

4.6.2012

Albunorm 20% lausn sem inniheldur 200 g/l af heildarpróteini sem er minnst 96% mannaalbúmín. Lyfið er ætlað til að bæta upp og viðhalda blóðrúmmáli þegar skortur á blóðrúmmáli hefur verið staðfestur og notkun kvoðulausnar (colloid) á við. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Bicalutamid LYFIS Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af bicalutamidi. Lyfið er ætlað til notkunar annað hvort eitt sér eða sem viðbót við algert brottnám blöðruhálskirtils eða geislameðferð handa sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein. Lyfið er lyfseðilskylt.

Bicalutamid Medical Lyfið er ætlað til meðferðar gegn langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli samhliða meðferð með hliðstæðu leysiþáttar gulbúskveikju (luteinising hormone-releasing hormone (LHRH) analogues) eða vönun með skurðaðgerð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Burana Hver filmhúðuð tafla inniheldur 400 mg eða 600 mg íbúprófen. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á bráðum, vægum til meðalmiklum verkjum s.s. höfuðverk, tannverk, bakverk, vöðva- og lið verkjum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Valsartan LYFIS Hver filmhúðuð tafla inniheldur 80 mg eða 160 mg af valsartani. Lyfið er ætlað til meðferðar á háþrýstingi, nýlegu hjartadrepi eða hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.


Sjá lista
Til baka Senda grein